Eucalyptus er ein af frægustu ilmkjarnaolíunum gegn kvefi og kvefpestum. Auðvelt er að nálgast þessa ilmkjarnaolíu bæði hjá Apótekum og í heilsubúðum. En er hún örugg fyrir alla? Nei. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég vil tala um þessa ilmkjarnaolíu. Eitt af efnum hennar 1,8 Cineol (inniheldur frá 50-70% af þessu efni) hefur áhrif á miðtaugkefið. Fyrir ungbörn er þessi olía beinlínis hættuleg og getur lamað öndunarfæri þeirra, þess vegna ætti aldrei að vera með Eucalyptus nálægt ungbörnum. Ef hún er notuð fyrir börn yngri en 10 ára þarf að hafa varann á og þá er gott að nota hana bara í ilmolíulampann. Nánari upplýsingar um öryggisatriði Eucalyptus er að finna í bókinni Essential Oil Safety eftir Tisserand og Young |