Lífsorkan (vital energy) er sú orka sem við þurfum til að lifa heilbrigðu lífi og halda ónæmiskerfinu í jafnvægi.
Heilbrigður einstaklingur hugsar yfirleitt ekki um lífsorkuna, það er ekki fyrr en veikindi skerða hana sem við tökum eftir því hversu mikilvæg hún er okkur.
Þess vegna er mikilvægt að næra lífsorkuna og verja hana.
Hvernig nærum við lífsorkuna?
- Fyrsta skrefið er að skoða svefn og svefnvenjur.
- Nægur svefn stuðlar að því að næra lífsorkuna og koma jafnvægi á andlega og líkamlega heilsu.
- Ef svefninn er ekki nógu langur, getum við reynt að auka svefngæði þegar við náum svefni.
Hvernig á að viðhalda og vernda lífsorkuna?
- Minnkum streitu og áreiti í umhverfi okkar.
- Höldum frá okkur sýkingum með náttúrulegum leiðum
- Þrífum heimilið með náttúrulegum hreinlætisvörum