Jólakveðja í desember

Nú er sá árstími sem þú munt mögulega ekki gefa þér tíma til að lesa þessa kveðju.
Hraðinn og stressið er að aukast alls staðar og þess vegna mikilvægt að finna einfaldar leiðir til að draga úr því. 
Það sem er best gegn Jólastressinu er öndun.
Andardrátturinn sem heldur í okkur lífinu er alltaf með okkur.
Í stressi verður hann svo grunnur að við fáum ekki nóg súrefni til að vinna á stressinu.Galdurinn er svo einfaldur að við gleymum honum oft í dagsins önn.
Staldra við og anda mjög djúpt að, halda andanum aðeins inni og anda svo rólega frá. Gerið eins oft og þarf.
Categories: Uncategorized