Nýársskrúbbur með Lavender

Lavender (Lavandula angustifolia) er algengasta ilmkjarnaolían sem áhugafólk um ilmkjarnaolíur eiga í sínum fórum. Þessi frábæra olía er mjög góður samherji þegar vinna þarf með húðina og taugakerfið. Lavender er notuð víðtækt í húðvörur.
Meðfylgjandi er uppskrift af sykurskrúbb…já sykur er fínn á húðina.
Burðarefni:60 gr brúnn sykur  (má líka nota þann hvíta)
30 gr Kókosolía
5 gr Aloa vera gel
Jojobaolia nógu mikið til að blandan verði laus í sér og olíumikil.
Í þennan grunn má blanda 20 dropum af ilmkjarnaolíum. t.d. :
11 dropar Lavender (Lavandula angustifolia)
5 dropar Chamomile (Matricaria recutica)
3 dropar Frankincense (Boswellia sacra)
Best er að setja þessa blöndu í plastílát þannig að hægt sé að nota þennan dásamlega skrúbb í sturtunni. Gler getur brotnað og það er ekki heppilegt í sturtuklefanum.
Categories: Uncategorized