Aromatherapyskólinn býður framúrskarandi fjögurra anna menntun sem byggir á gamalli þekkingu á ilmkjarnaolíum og nýjustu uppgötvunum og rannsóknum á sviði aromatherapy. Nemendur læra um 50 ilmkjarnaolíur hvernig þær eru unnar úr jurtum, virkni þeirra og efnafræði. Einnig læra nemendur um íslenskar ilmkjarnaolíur eimaðar hjá Hraundis.is. Nemar læra örugga, ábyrga og hagnýta notkun ilmkjarnaolía til forvarna, heilsu og vellíðunar. Verkleg kennsla í viðtalsmeðferð og blöndun fyrir skjólstæðinga, kremgerð, sápugerð, ilmvatnsgerð og varasalvagerð. Farið er vel í líffæra og lífeðlisfræði til að dýpka skilning nemenda á virkni ilmkjarnaolía í líkamanum. Einnig verða nemendur hvattir til að skoða allt sem þeir finna um ákveðnar ilmkjarnaolíur og í tímum verður farið yfir þær fullyrðingar sem settar eru fram á netinu eða í bókum og lagt mat á þær. Skoðaðar verða rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar og eru aðgengilegar í rannsóknargagnagrunnum sem skólinn hefur aðgang að. Þessum upplýsingum safna nemendur síðan saman í vinnubók sína sem þeir munu nota sem uppflettirit í starfi sínu sem aromatherapistar. Námið er 200 klst og er viðurkennt af Aromatherapyfélagi Íslands.

Nemendur geta valið um að útskrifast með nuddgráðu í aromatherapynuddi.  Á milli kennslustunda, sem eru 200 klst, þurfa nemendur, sem það velja, að nudda fjórum sinnum í mánuði og skila skýrslu fyrir hvert nudd samtals 50 skýrslur. Þessir nuddtímar eru samtals 75 klst.

Næsta námslota hefst 12. október 2024. Skráning stendur yfir núna.

Skólagjöldin eru aðeins 800.000 kr. fyrir fjórar annir og 840.000 ef nuddgráða er valin. Innifalið í námsgjaldinu eru öll námsgögn á íslensku og efni í allar blöndur sem nemendur gera á námstímanum.

Boðið er upp á raðgreiðslur með kreditkortum á öruggri greiðslusíðu Teya

Næsta námslota verður í fjarnámi. Nemendur mæta 4- 5 sinnum í staðarnám og eru þær dagsetningar auglýstar í Dagatalinu hér á heimasíðunni. Námið er kennt á mánudögum kl 17-19 í rauntíma í gegnum Zoom. Tímarnir eru teknir upp þannig að enginn missi af tíma.

Námið gerir þér fært að:

Þróa nýjan starfsferil sem aromatherapisti.

Opna meðferðarstofu þar sem ilmkjarnaolíur eru notaðar í nuddi og -/eða í blöndum fyrir þá sem til þín leita.

Þekkja hágæða ilmkjarnaolíur sem nota má til meðferða.

Nota ilmkjarnaolíur á öruggan og áhrifaríkan hátt sem forvarnir og til heilunar.

Gera greinarmun á því hvenær ilmkjarnaolíur nýtast og hvenær er best að sleppa þeim.

Búa til persónulegar blöndur við ýmsum kvillum.

Búa til náttúrulegar snyrtivörur.